Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2013 08:01

Sækja um styrk til rannsókna á sjálfbærri orkunotkun í landbúnaði

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hefur ákveðið að koma að styrkumsókn sem Orkusetur landbúnaðarins við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri stendur að ásamt öðrum rannsóknastofnunum í Finnlandi og Írlandi. Um er að ræða samstarfsverkefni um þróun lausna í framleiðslu lífeldsneytis og lífræns áburðar en sótt er um styrk til Norðurslóðaráætlunar Evrópusambandsins (NPP). Markmið samstarfsins er að sameina þekkingu, reynslu og tengslanet þeirra sem aðild eiga að samstarfinu í þeim tilgangi að innviðir svæða, á borð við Vesturlands, verði betur í stakk búnir til að nýta lífmassa. Um er að ræða orku- og áburðarframleiðslu en meginmarkmiðið er að stuðla að aukinni sjálfbærni á svæðinu. Dæmi um rannsóknarefni er möguleg nýting lífrænnar orku til húshitunar og sem eldsneyti.

 

 

Eiður Guðmundsson, verkefnisstjóri Orkuseturs landbúnaðarins, segir að nú þegar hafi verkefnið fengið vilyrði fyrir forverkefnisstyrk frá NPP sem nýttur verður til að undirbúna umsókn um aðalstyrk. Hann segir að vinna við umsókn standi yfir fram á næsta vetur en senda þarf inn öll gögn til NPP í síðasta lagi fyrir júlí á næsta ári. Ef af verður mun verkefnið standa yfir í allt að tvö ár. Um spennandi verkefni verður að ræða, að mati Eiðs, sem að stofninum til er rannsóknarvinna. Hvað Íslandshluta rannsóknarinnar snertir er meiningin sú að framkvæma rannsóknir á tveimur svæðum á landinu, á Norðausturlandi og á Vesturlandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is