Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2013 06:01

Tæplega þriggja ára fékk Maríulaxinn sinn

Máltækið margur er knár þótt hann sé smár sannaði Alexía Ósk Óskarsdóttir frá Ólafsvík nýverið. Alexía, sem verður þriggja ára í október, fór í veiðiferð með foreldrum sínum að botni Hraunsfjarðar á Snæfellsnesi. Á góðum degi veiðist bæði silungur og lax í firðinum. Alexía Ósk var búin lítilli bleikri Barbie veiðistöng en slíkar stangir fást gjarnan á bensínstöðvum. Faðir hennar, Óskar Róbertsson, var hins vegar búinn öllum nýjustu og bestu veiðigræjum, eins og fluguveiðistöng, vöðlum og laxagleraugum. Óskar sýndi góð tilþrif fyrir konu og barni, en ekkert gekk hjá honum að fá fisk til að taka fluguna. Tók hann þá eftir að dóttir hans hafði kastað sjálf út færinu af sinni bleiku Barbie veiðistöng. Þótt hún hafi ekki náð að kasta langt fékk Alexía Ósk lax á öngulinn. Óskar sagði í samtali við Skessuhorn að hann hafi aðstoðað dóttur sína við að landa laxinum. Reyndist þetta vera 71 cm glansandi nýgenginn hængur. „Jú, það tók svona um tíu mínútur að landa laxinum enda voru græjurnar til þess ekkert fyrirtak,“ sagði Óskar, en tók það fram að hann er afar stoltur af dóttur sinni.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is