Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2013 01:58

Héldu fund tveggja sveitarstjórna í gangnamannaskála

Þrátt fyrir að mörgum finnist langt á milli Húnavatns- og Borgarfjarðarsýslna, liggja mörk þeirra saman um töluvert langa vegalengd, einkum um fjalllendi á Holtavörðu- og Arnarvatnsheiði. Sveitarstjórnir Borgarbyggðar og Húnaþings vestra komu í liðinni viku saman til fundar og var fundarstaður gangnamannaskálinn í Álftárkróki á Arnarvatnsheiði. Einnig sat fundinn Snorri Jóhannesson veiðivörður. Að sögn Ragnars Frank Kristjánssonar forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar voru á fundinum rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál sem snúa að Arnarvatnsheiði.

„Við ræddum samgöngur, skipulagsmál, veiði og ferðaþjónustu, landbúnaðarmál, svo sem viðhald afréttargirðinga og þjóðlendumál. Nú styttist í að Þjóðlendunefnd skili inn tillögum um eignarnám afréttarlanda og þjóðlenda í okkar landshluta. Þá var rætt hvernig nýta megi Arnarvatnsheiði betur og því bar vega- og samgöngumál fljótt á góma. Fulltrúar beggja sveitarstjórna voru sammála um að brú á Norðlingafljót myndi auka mjög umferð um svæðið og aðgengileika að því,“ segir Ragnar. Hann sagði fundinn hafa verið afar gagnlegan og hafi fulltrúar beggja sveitarstjórna verið einhuga um að skipa samtals sex manna hóp sem hittist hér eftir á tveggja ára fresti og fari yfir þessi sameiginlegu hagsmunamál héraðanna. Húnaþing vestra er t.d. að hefja vinnu við aðalskipulagsgerð og eðli málsins samkvæmt liggja miklir hagsmunir í að Arnarvatnsheiðin nýtist þeim betur ekki síður en Borgfirðingum,“ sagði Ragnar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is