Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. ágúst. 2013 02:21

Skólameistari hvatti nemendur til heilbrigðs lífernis

Mikill fjöldi nýnema var við skólasetningu Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sem fram fór í morgun. Var þeim nemendum sem hefja framhaldsskólanám skylt að mæta. Atli Harðarson skólameistari flutti ávarp til nemenda þar sem hann fór yfir ýmsu hluti og gaf ungmennunum heilræði. Talaði hann um gæði skólans og að mikilvægi þess að læra eitthvað nýtt og spennandi. Nemendur ættu að leggja hart að sér við námið til að mæta háum námskröfum en einnig að njóta þess að taka þátt í heilbrigðu og öflugu félagslífi. Skólalífið var þó ekki það eina sem bar á góma í ræðu skólameistara. Lagði Atli meðal annars áherslu á heilbrigt líferni og hvatti nemendur til að borða hollt og hreyfa sig. Að því loknu stigu umsjónarkennarar nýnema í ræðupúlt og lásu upp nöfn sinna nemenda og fylgdu þeim í sinn fyrsta umsjónartíma. Þegar nemendur voru búnir í þeim var farið með þá í ratleik þar sem þeim var kennt að rata um byggingar skólans á skemmtilegan hátt. Að lokum var svo öllum nýnemum boðið í hádegismat í mötuneyti skólans.

Blaðamaður var á staðnum og spurði Atla skólameistara hvernig nýtt skólaár leggðist í hann. „Ég er bjartsýnn þó nokkurrar óvissa gæti enn um ýmis mál innan menntakerfisins. Ég býst við viðburðaríku ári og tel að það séu spennandi tímar framundan í FVA,“ sagði Atli.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is