Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2013 09:28

Litla búðin flytur í Skagamollið

Litla búðin á Akranesi, sem einkum hefur boðið upp á fatnað fyrir kvenfólk, hefur verið til húsa við Akratorg, neðst á Kirkjubraut á Akranesi síðustu átta árin. Þessa dagana eru eigendur verslunarinnar að flytja starfsemina um set, ofar á Kirkjubrautina í Skagamollið að Kirkjubraut 54. Vegna flutninganna verður Litla búðin því lokuð á morgun, laugardaginn 24. ágúst, en verður opnuð á nýjum stað í Skagamollinu á mánudaginn. Gallerí Urmull verður engu að síður áfram í Skagamollinu, en Litla búðin verður í því plássi sem kontidorí Harðarabakarís var í um tíma og Stella Bára með sína saumastofu. Ellen Lárusdóttir eigandi Litlu búðarinnar sagði í samtali við Skessuhorn í sumar að sökum heilsubrests hefði hún ákveðið að minnka aðeins við sig og stefndi að því að fara í minna húsnæði með verslunina, en þá var hún nýbúin að auglýsa húseignina á Kirkjubraut 2 til sölu. Sú eign hefur nú verið seld. Kaupendur eru eigendur verslunarinnar Nínu sem er á samliggjandi lóð við Kirkjubraut. Verslunarfólkið í Nínu sagði í samtali við Skessuhorn ekki hafi verið ákveðið í hvað hin nýkeypta eign verði nýtt, en þau telja sig með kaupunum hafa tryggt sér gott verslunarpláss á besta stað í bænum.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is