Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2013 01:01

Gagnrýna niðurskurð til löggæslu- og heilbrigðismála á Vesturlandi

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skorar á nýja ríkisstjórn og Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra sérstaklega, að standa vörð um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, með sérstakri áherslu á heilsugæsluna. Þetta samþykkti stjórnin á fundi sínum sem fram fór á mánudaginn. Að auki gagnrýnir stjórnin viðvarandi niðurskurð á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Þá lýsir stjórnin yfir áhyggjum yfir öryggi íbúa og lögreglumanna á Vesturlandi.  „Stór svæði á Vesturlandi eru nú oft á tíðum án nærþjónustu lögreglunnar og hefur niðurskurður í löggæslumálum lagt auknar og allt að því óraunhæfar byrðar á starfsfólk sem sinnir löggæslu. Að mati stjórnarinnar er nauðsynlegt að tekið sé tillit til landsstærðar og dulinnar búsetu á svæðum þegar fjármagni til löggæslu er útdeilt,“ segir í bókun stjórnarinnar.

 

 

Að sögn Gunnars Sigurðssonar, formanns stjórnar SSV og bæjarfulltrúa á Akranesi, þá er ástandið í málaflokkunum skelfilegt. „Sveitarfélögin í landshlutanum eru uggandi yfir þessu skelfilega ástandi, bæði hvað varðar þjónustuna og ekki síst aðstæður starfsfólks. Þetta ástand þurfa stjórnvöld að bæta.“

 

Hefur áhrif á búsetuval fólks

Sigurborg Kr. Hannesdóttir, stjórnarmaður í stjórn SSV og forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar, segir marga íbúa landshlutans hafa verulegar áhyggjur af framtíðinni þegar kemur að þessum málaflokkum. „Það verður að passa upp á grunnþjónustuna. Hún er hluti af forsendum byggðarinnar í landinu og þarna liggja sársaukamörkin. Núna er til dæmis ekki læknir á vakt allar helgar sem staðsettur er í Grundarfirði líkt og var áður, heldur er helgarvöktunum sinnt frá Ólafsvík. Það er kannski í sjálfu sér ekki verri staða en víða annars staðar á landinu, en þetta hefur valdið íbúum áhyggjum og sömuleiðis okkur sem sitjum í stjórn byggðarlagsins,“ segir Sigurborg. Að hennar mati eru heilsugæsla og löggæsla stærstu öryggismál íbúa og ráði úrslitum þegar kemur að vali á búsetu. „Þetta á sérstaklega við í svona litlu byggðarlagi eins og okkar hér í Grundarfirði og getur hreinlega haft áhrif á hvort fólk kýs að búa á staðnum. Því verðum við öll að taka höndum saman um að standa vörð um grunnþjónustuna.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is