Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. ágúst. 2013 11:28

Margir vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni

Mikill stuðningur við óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri í Reykjavík endurspeglast í að 45.000 undirskriftir hafa safnast málefninu til stuðnings á nákvæmlega viku. Félagið Hjartað í Vatnsmýri stendur fyrir söfnun undirskriftanna á vefnum lending.is „Engin undirskriftasöfnun hefur náð jafn miklu flugi á svo skömmum tíma. Nákvæmlega vika er liðin frá því að söfnunin hófst og verður henni haldið áfram næstu fjórar vikur bæði á vefnum og með undirskriftalistum,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Stjórn félagsins vill árétta að krafa þeirra 45.000 sem skrifað hafa undir er afar skýr, þ.e.a.s. að "flugstarfsemi verði verði óskert í Vatnsmýri til framtíðar". „Áratugir óvissu um framtíð vallarins hafa valdið starfsemi á flugvellinum miklum vanda og staðið í vegi fyrir eðlilegum fjárfestingum og uppbyggingu atvinnustarfsemi. Þeirri óvissu má nú eyða með því að festa staðsetningu vallarins í sessi, landsmönnum til farsældar.  Frestun á þeirri ákvörðun verður öllum til tjóns.“

Sjá nánar: www.lending.is

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is