Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2013 08:01

Samtök meðlagsgreiðenda fara fram á siðbót í viðskiptum innheimtustofnana

Í lok júlí síðastliðnum sendu Samtök meðlagsgreiðenda erindi til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað var eftir samstarfi og samráði við að koma á siðbótum í viðskiptum stofnana sveitafélaganna við meðlagsgreiðendur. Eiga samtökin þar einkum við reglur og starfsvenjur Innheimtustofnunar sveitarfélaga en einnig félagsþjónustu sveitafélaganna. „Af fjölmörgu er að taka en samtökin telja mikilvægast að Innheimtustofnun styðjist við opinber og gegnsæ viðmið við ákvörðun um greiðslu- og skuldaívilnanir til handa meðlagsgreiðendum, en samkvæmt svörum Innheimtustofnunar eru engin slík viðmið lögð til grundvallar ákvörðunum stjórnar Innheimtustofnunar um ívilnanir.  Samtökin telja vinnubrögð Innheimtustofnunar geðþóttakennd og fara af þeim margar, furðulegar og skrautlegar sögur, sem að endingu standast ekki lög að mati samtakanna,“ segir í tilkynningu.

Samtök meðlagsgreiðenda nefna nokkur dæmi í þessu sambandi. „Innheimtustofnun hefur haft þann háttinn á að tvírukka meðlög ef atvinnurekandi hefur dregið að borga inn frádregin meðlög af launum meðlagsgreiðenda og ef Innheimtustofnun hefur látið hjá líða að lýsa kröfu í þrotabú atvinnurekandans. Samtökin vita af nokkrum slíkum dæmum þar sem meðlagsgreiðendur hafa verið látnir greiða sömu upphæðina tvisvar sem hefur jafnan numið nokkrum milljónum króna. Þá hafi samtökunum borist fregnir af að menn á vegum Innheimtustofnunar hafi tekið börn meðlagsskuldara tali í því skyni að forvitnast um aðfararhæfar eigur þeirra. Samtökin telja þessa framgöngu bæði ólöglega og fullkomlega siðlausa. Loks hefur Samtökum meðlagsgreiðenda borist fregnir um að lögmenn Innheimtustofnunar hafi sett sig í samband við launafulltrúa og framkvæmdastjóra meðlagsskuldara og hótað þeim skattrannsókn ef þeir ekki segðu meðlagsskuldaranum upp störfum.“

Samtök meðlagsgreiðenda telja að heimildir Innheimtustofnunar til að ganga að tekjum og eigum meðlagsskuldara verði að takmarka við getu viðkomandi til að sinna uppeldisskyldum sínum eins og kveðið er á um í barnaverndarlögum. Vilja samtökin einkum benda á heimildir Innheimtustofnunar til að draga 50% heildarlauna af útborguðum launum meðlagsskuldara, óháð því hversu mörg börn hann hefur umgengni með og hver kostnaðurinn er við umgengni skilnaðarbarna. Þegar sá meðlagsskuldari leitar svo fjárhagsstyrks hjá félagsþjónustum sveitafélaganna er honum synjuð beiðni sveitarfélaganna á grundvelli þess að hann sé barnslaus einstaklingur sem getur sýnt fram á heildarlaun.

Samtökin hafa óskað eftir fundi með stjórn Innheimtustofnunar sveitafélaganna til að koma á siðbótum í viðskiptum þeirra við meðlagsgreiðendur og leitar jafnframt liðssinnis alþingismanna og umboðsmanns Alþingis.  Telja þau mikilvægt að hægt verði að leysa vanda sem þennan með viðræðum og samvinnu og vilja ítreka óskir okkar um að hið opinbera setjist að samningaborði til að ákveða næstu skref í þessum málum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is