Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2013 09:42

Víkingar heldu jöfnu í Ólafsvík

Víkingur Ólafsvík og Breiðablik mættust í 17. umferð í Pepsídeild karla í gær þar sem leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Allt var lagt í sölurnar hjá báðum liðum enda langt liðið á keppnistímabilið og mikið í húfi fyrir bæði lið á sitthvorum enda stigatöflunnar. Gestirnir frá Kópavogi voru sterkari aðilinn fyrstu 25 mínúturnar en Víkingar vörðust vel og Einar Hjörleifsson markvörður Víkings átti stórleik í markinu. Besta færi fyrri hálfleiks kom á 19. mínútu þegar Breiðablik átti skot sem hafnaði í þverslánni. Smátt og smátt komust heimamenn þó ofar á völlinn og leikurinn jafnaðist. Liðin fóru því bæði markalaus til leikhlés.

Í seinni hálfleik voru það hins vegar Víkingsmenn sem voru að skapa sér hættulegri færi en náðu þó ekki að gera sér mat úr þeim. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður tók Breiðablik svo aftur frumkvæðið í leiknum og sótti stíft að marki heimamanna. Á síðustu mínútum leiksins áttu Blikar tvö dauðafæri þar sem Einar varði hreint meistaralega í marki Snæfellinga og hélt sínu liði áfram inni í leiknum. Markalaust jafntefli varð því niðurstaðan eftir hörkuleik í Ólafsvík og skiptu því liðin með sér stigunum þótt Víkingsmenn séu eflaust örlítið þakklátari fyrir það. Eftir leikinn er Víkingur í 11. sæti Pepsídeildarinnar með 13 stig en Breiðablik í því fjórða með 29 stig.

Næsti leikur Víkings verður gegn Íslandsmeisturum FH á sunnudaginn kemur kl. 18 í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is