Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2013 06:01

Landssamband eldri borgara krefst kjaraleiðréttingar

„Kjaranefnd Landssambands eldri borgara krefst þess að eldri borgarar njóti sömu kjara og samið verður um á almennum vinnumarkaði í viðræðum aðila vinnumarkaðarins sem framundan eru,“ segir í tilkynningu frá Landssambandi eldri borgara. Félagið bendir á þær miklu hækkanir sem forstöðumenn ríkisstofnana hafa fengið með ákvörðun Kjararáðs nú í sumar og eru jafnvel afturvirkar. „Ekkert hefur heyrst um að þær hækkanir muni auka verðbólgu. Hins vegar heyrast þær raddir strax og rætt er um almennar kauphækkanir og kjör eldri borgara. Við hvetjum verkalýðshreyfinguna til að standa fast á þeim kröfum sem lagðar verða fram og jafnframt að þær verði afturvirkar eins og hjá forstöðumönnum ríkisstofnana. Einnig má benda á ótæpilegar hækkanir á launum hjá einkaaðilum og launaskrið í bönkunum þar sem svo virðist að sami háttur verði hafður á og kenndur er við árið 2007.“

 

 

 

Kjaranefnd LEB lýsir yfir ánægju með þær breytingar sem gerðar voru á kjörum eldri borgara með lagasetningu í sumar, en telur þær ná alltof skammt, séu aðeins byrjunarskref. „Kjaranefndin hvetur ríkisstjórnina til að standa við gefin loforð um lagfæringu á kjörum eldri borgara og að þær skerðingar sem settar voru á árið 2009 verði allar dregnar til baka. Eldri borgarar eiga enn eftir að fá bætta þá kjararýrnun sem varð á síðustu fjórum árum og eiga því inni 20% hækkun eftirlauna. Við vekjum sérstaka athygli á því að það er stór hópur aldraðra sem býr undir fátæktarmörkum og á í miklum vanda að ná endum saman. Brýnt er að taka á því sem allra fyrst.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is