27. ágúst. 2013 09:01
Fyrir fundi bæjarstjórnar Stykkishólms sl. þriðjudag lá bréf frá Agli Egilssyni, einum af fjórum fulltrúum L-lista, þar sem hann sagði sig úr bæjarstjórn vegna flutnings úr bænum, en Egill starfar nú og býr í Reykjavík. Á fundinum var tilkynnt að Helga Guðmundsdóttir myndi taka sæti Egils í bæjarstjórn, en hún hefur verið varabæjarfulltrúi L-lista sem við síðustu kosningar komst í meirihluta bæjarstjórnar Stykkishólms. Egill þakkaði í bréfinu bæjarstjórnarfólki samstarfið.