Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2013 11:26

Viðbúnaður viðbragðsaðila vegna slæmrar veðurspár á Norðurlandi

Slæmt veðurútlit er fyrir föstudag og laugardag á norðanverðu landinu. Veðurspáin er að mörgu leyti lík veðrinu frá því í fyrra í byrjun september. Það hafði m.a. í för með sér mikinn fjárskaða á Norðurlandi. Í ljósi spárinnar hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra haft samband við lögreglustjórana frá Blönduósi austur á Seyðisfjörð vegna veðurútlitsins og í framhaldinu voru haldnir samráðs- og upplýsingafundir með almannavarnanefndum, sveitarstjórum, bændum og fleirum. Ákveðið var að fylgjast áfram með veðurspánni og hefja smölun sauðfjár eftir atvikum. Samkvæmt veðurspá sem gerð var í morgun fyrir föstudag, gengur í norðvestan 18-23 m/s NV-til á landinu með mikilli rigningu, en snjókoma ofan 200-300 metra yfir sjávarmáli. Norðvestan og vestan 15-23 á SV- og S-landi og rigning. Mun hægari vindur á A-verðu landinu og úrkomulítið. Hiti frá 1 stigi síðdegis NV-til, upp í 12 stig austast. Á laugardaginn er spáð norðan og norðvestan 15-23 m/s fyrir hádegi, en hægari vindur NA-til. Talsverð eða mikil rigning norðan til  á landinu, en snjókoma í meira en 200-300 metra hæð yfir sjó. Úrkomulítið sunnanlands. Norðvestan 13-18 norðaustan-til síðdegis með rigningu á láglendi, annars slyddu eða snjókomu, en dregur úr vindi og úrkomu V-til. Hiti 1 til 9 stig, kaldast í innsveitum norðan til og frystir þar um nóttina.

 

 

 

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því sérstaklega til ferðaþjónustuaðila að þeir upplýsi viðskipavini sína um veðurspár og ráðleggi þeim frá ferðalögum á norðanvert hálendið um helgina. Miðað við veðurspár er líklegt að það snjói víða á fjallvegi og því sérstaklega mikilvægt að upplýsingar berist til ferðamanna sem eingöngu eru búnir bifreiðum til sumaraksturs. Þeir sem hyggja á ferðalög eru hvattir til að fylgjast vel með veðurútliti á www.vedur.is og færð á vegum www.vegagerdin.is  áður en haldið er af stað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is