Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2013 06:01

Fimmtungs aukning verkefna milli ára hjá Borgarverki

„Verkefnastaðan er góð fram að áramótum en við sjáum ekkert fram á næsta ár,“ segir Óskar Sigvaldason framkvæmdastjóri Borgarverks í Borgarnesi. Hann segir að meira hafa verið að gera þetta árið en í fyrra og veltuaukninguna 20% milli ára. Stærstu verkefnin í sumar segir hann hafa verið verk á Strandavegi í Steingrímsfirði, þriggja kílómetra kafla frá Djúpvegi í átt að Drangsnesi. Þá var mikil vinna við endurbætur á yfirborði Þverárfjallsvegar við Sauðárkrók, þar sem lagt var yfir 30 km og að hluta slitlagið styrkt með sementi. Þá er Borgarverk með þjónustuverkefni fyrir Vegagerðina um endurbætur á slitlagi þjóðvega á Norður- og Austurlandi, frá Þórshöfn í norðri suður í Hvalfjarðarbotn að Vestfjörðum meðtöldum.

Óskar segir að í haust verði stærstu verkefnin styrking og yfirlögn á Hvammstangavegi og breikkun þjóðvegarins efst í Norðurárdal við Fornahvamm. Í sumar voru 40 starfsmenn hjá Borgarverki en núna á haustmánuðum verða þeir tæplega 30 að sögn Óskars. Hann segir að það sama sé upp á teningnum nú og undanfarin ár, óvissa með verkefni á næsta ári, en það þýði þó ekki annað en vera bjartsýnn.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is