Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2013 10:01

Fagna haustinu í Kaupfélaginu í Borgarnesi

Haustfagnaður Kaupfélags Borgfirðinga verður haldinn í sjötta sinn á laugardaginn klukkan 12-16 á planinu hjá Kaupfélaginu í Borgarnesi. Áður hefur hátíðin gengið undir nafninu Sumarhátíð KB en ákveðið var að breyta því í ár sökum veðurfars og árstímans. Gestum á hátíðina hefur farið fjölgandi samkvæmt Margréti Katrínu Guðnadóttur verslunarstjóra KB. „Í fyrra komu um þúsund manns til okkar og aðsóknin er alltaf að aukast,“ segir hún. Margrét segir hátíðina verða með svipuðu sniði og áður en margt er á dagskrá og má þar nefna bændaþríþrautina þar sem keppt er í kerlingadrætti, hornstaurakasti og keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í reiptogi og enn er opið fyrir skráningar liða. Einnig verður skeggjaðasti bóndinn krýndur. „Í fyrra var keppt í bestu bændabrúnkunni en við ákváðum af praktískum ástæðum að það myndi ekki henta í ár,“ segir Margrét. Búnaðarfélag Mýramanna stendur vaktina við grillið, Freyjukórinn mun bjóða upp á vöfflur og sölubásar verða á staðnum. Einnig verður ýmislegt í boði fyrir börn og munu þau geta veitt fiska upp úr körum sem verða á staðnum, en þeim stendur einnig til boða að koma með dýrin sín og sýna þau. „Ég vil hvetja börn til að koma og sýna dýrin sín, það verða ýmis verðlaun í boði og svo verð ég þarna sem dýralæknir og skoða dýrin, tennur og klippi jafnvel klær. Allir eru velkomnir á hátíðina og ég hvet fólk til að tryggja sér sölubás,“ segir Margrét að endingu.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is