Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. ágúst. 2013 12:01

Hafa verið samstíga í hálfan sjöunda áratug

Það er misjafnt hvernig fólk nýtur elliáranna og lífsins svona yfirleitt. Þau Alfreð Viktorsson og Erla Karlsdóttir á Akranesi virðast njóta vel lífsins og hafa ýmislegt til dægrastyttingar þótt komin séu á níræðisaldurinn. Bæði hafa þau átt starfssama ævi og í spjalli sem blaðamaður Skessuhorns átti við þau einn rigningardaginn í síðustu viku kom fram að samhent hafa þau verið með afbrigðum allt frá því þau byrjuðu saman sautján ára gömul, eða um það leyti sem þau luku gagnfræðanámi. Alfreð og Erla eru önnur tveggja hjóna sem eru heiðursfélagar í golfklúbbnum Leyni, hin eru Þorsteinn Þorvaldsson stofnandi klúbbsins og frú. Alfreð byrjaði ungur að læra húsasmíði, var meðal þeirra sem byggðu Sementsverksmiðjuna og mannvirki henni tengd, og starfaði síðan í verksmiðunni til loka starfsævinnar. Erla vann við afgreiðslustörf í ýmsum verslunum, en lengst starfaði hún í 19 ár á skrifstofu Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Gott að alast upp á Skaganum

Þau eru bæði innfæddir Akurnesingar. Foreldrar Alfreðs voru Viktor Björnsson og Friðmey Jónsdóttir og foreldrar Erlu, Karl E Benediktsson og Pálína Eyja Sigurðardóttir. Alfreð fæddist í húsinu Heimaskaga þar sem samnefnt frystihús reis síðar. Erla fæddist hinsvegar í Bæ, húsi sem stóð við Kirkjubraut þar sem bílastæði Gamla kaupfélagsins eru nú. Bæði fæddust þau síðla árs 1932 og voru því skólasystkin. Alfreð segir að tveggja ára gamall hafi fjölskyldan flutt úr Heimaskagahúsinu á Háteig, og er það hús nú númer 4 við götuna. Á neðstu hæð þess húss byrjuðu Alfreð og Erla sinn búskap 1953 og bjuggu þar í átta ár. „Það var gott að alast upp á Skaganum. Leiksvæði krakkanna var vítt og breitt um bæinn. Ef það var ekki fjaran þá voru það túnin og kartöflugarðarnir sem voru nýttir til ýmissa leikja. Aðalleiksvæðið má segja að hafa verið strandlengjan allt frá Slippnum austur að Ívarshúsum þar sem Halakotsfjaran endaði. Það er mér minnisstætt þegar unnið var að byggingu Bíóhallarinnar. Leiksvæði okkar var m.a. í kálgarðinum sem fylgdi Nýja-Bæ sem Bíóhöllin var svo byggð á.“

 

Sjá viðtal við hjónin Erlu Karlsdóttur og Alfreð Viktorsson á Akranesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is