Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. ágúst. 2013 09:06

Lokaviðureign félaga eldri borgara á Akranesi og Borgarbyggð í pútti

Þriðja og síðasta viðureign félaga eldri borgara á Akranesi og í Borgarbyggð í pútti fór fram á golfvellinum í Nesi í Reykholtsdal í gær.  Veður var fremur óhagstætt; rigning og vindur, en þátttakendur létu það ekki á sig fá og sýndu oft glæsilega tilþrif. Þátttakendur voru 31; fjórtán úr Borgarbyggð og sautján af Akranesi. Skor sjö bestu hjá hvoru liði taldi. Þegar upp var staðið eftir þessar þrjár viðureignir unnu eldri borgarar úr Borgarbyggð með samanlagt 1603 höggum, en eldri borgarar frá Akranesi notuðu 1620 högg.

Bestum árangri einstaklinga náði Þórhallur Teitsson, en hann lék 108 holur á samtals 217 höggum. Fyrir árangur sinn fékk hann afhendan farandbikar til varðveislu næsta árið. FEBAN, Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni, gaf bikarinn. Ingimar Ingimarsson formaður FEBAN, afhenti formönnum eldri borgara í Borgarbyggð, þeim Guðrúnu Maríu Harðardóttur formanni FEBBN og Sveini Hallgrímssyni formanni FEB Húsasmiðjubikarinn, farandbikar sem keppa skal um næstu tuttugu árin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is