Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2013 11:01

„Auðvelt að auka gæðin í ferðaþjónustunni án mikils tilkostnaðar“

Seint gleymist það sem lærist í æsku og oft verður það áhrifavaldurinn í því sem fólk tekur sér fyrir hendur seinna meir. Þetta þekkja margir, meðal annars Margrét Jónsdóttir Njarðvík, sem var öll sumur á Húsafelli hjá frænku sinni Sigrúnu og manni hennar Kristleifi. Þar kynntist hún starfinu í kringum ferðaþjónustuna. Margrét hefur lengi starfaði í leiðsögumennsku bæði hér á landi og á Spáni. Nýlega stofnaði hún ferðaskrifstofu sem skipuleggur ferðir er tengjast ekki síst menningu og tungumálanámi. Hún hefur ferðast mikið um Ísland og þegar blaðamaður Skessuhorns spurði hana hverjir væru nú fallegustu staðirnir á Íslandi svaraði hún: „Fegurðin í náttúrunni og á tilteknum svæðum er oft svo afstæð. Hún er að mörgu leyti lærð, þá meina ég það sem okkur hefur verið sagt, gjarnan af foreldrum. Sem barn lærði ég að lyktin er hvergi betri en í Húsafellsskógi og útsýni ekki jafnvítt og fagurt á neinum stað og af hlaðinu á Hallkelsstöðum í Hvítársíðu, yfir Hallmundarhraunið og til jöklanna.“ Margrét hefur ákveðnar skoðanir á breytingum sem þyrfti að gera á ferðaþjónustu hér á landi til að hún verði faglegri og betri. Reynslu sinni sem leiðsögumaður, spænskukennari og ferðaskipuleggjandi miðlar hún nú öðrum til gagns.

„Við getum bætt þetta með því að vinna með okkur sjálf, framkomu og viðhorf. Gleymum því ekki að þó að ferðamaðurinn komi bara einu sinni, þá skilur hann eftir sig spor.“

 

Sjá viðtal við Margréti Jónsdóttur Njarðvík í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is