Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2013 03:28

Byrjuðu smalamennsku á Holtavörðuheiði í morgun en hafa hætt við

Enn spáir Veðurstofan vonskuveðri á landinu og má búast við hvassviðri eða stormi um landið vestanvert, á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra seinni partinn á morgun og fram á laugardag. Búist er við talsverðri eða mikilli úrkomu, rigningu á láglendi, en snjókomu í meira en 200-300 metra hæð yfir sjó norðvestan til á landinu. Bændur sem eiga upprekstur á Holtvörðuheiði ákváðu í gær í samráði við veðurfræðing að halda í morgun til smalamennsku og freista þess að stugga fé niður úr efstu fjöllum og heiðum og niður á láglendi. Kristján F Axelsson bóndi í Bakkakoti er fjallkóngur. „Já, við ákváðum í gærkvöldi að fara til smalamennsku í dag og rákum meðal annars fé úr Snjófjöllum og efsta hluta Holtavörðuheiðar. Þá fóru einnig bændur úr Hvítársíðu og smöluðu inni á fjalli. Samtals var þetta á þriðja tug smala sem fór af stað í morgun. Núna í hádeginu ákváðum við síðan í samráði við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing að hætta smalamennskunni, enda er Einar bjartsýnni á veðurútlitið í dag og að minnkandi líkur séu á snjókomu á okkar afrétti.“ Kristján sagði að búið hefði verið að smala dálitlu af fé úr hæstu fjöllunum, Snjófjöllin og efsta hluta heiðarinnar á afrétti Tungnamanna, Þverhlíðunga og Hvítsíðunga. „Eftir að veðurspáin breyttist ákvað ég svo að við myndum stöðva smalamennskuna og hrúga ekki meiri fé niður á láglendi en þörf krefði,“ sagði Kristján. Bændur eru því nú á leið aftur til byggða. Göngur á þessu svæði hefjast síðan eftir hálfan mánuð, en byrjað verður að smala fé til Þverárréttar fimmtudaginn 12. september, en réttað verður mánudaginn 16. september.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is