29. ágúst. 2013 02:35
Um síðustu helgi lenti kona á Akranesi í alvarlegu slysi þegar lok á heitum potti féll á höfuð hennar. Slysið gerðist í heimahúsi og var konan lögð inn á sjúkrahús þar sem hún hefur verið þungt haldin síðan og haldið sofandi. Að sögn lögreglu er ekki vitað um orsök slyssins þar sem enginn er til vitnis um það.