Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2013 02:58

Gaf Félagi langveikra barna afmælissjóðinn

Svandís Bára Steingrímsdóttir í Borgarnesi varð 70 ára í liðinni viku og hélt hún afmælisveislu af því tilefni. Svandís Bára ákvað að endurtaka leikinn frá því að hún varð 60 ára og gefa þann pening sem fólk gaf henni í stað hefðbundinna gjafa, til góðs málefnis. „Ég ákvað þegar ég varð sextug að afþakka allar gjafir og blóm. Ég hugsaði að ef ég fengi mikið meira dót þyrfti ég að fara að stækka við mig húsnæðið auk þess sem ég er með ofnæmi fyrir blómum. Ég bað þess vegna fólk að áætla hvað það myndi eyða í gjafir og gefa frekar pening sem rynni til góðs málefnis. Ég setti svo upp söfnunarbauk sem fólk setti í ég allur sá peningur rennur til Félags langveikra barna.“  Söfnunin gekk vel en 113 gestir voru skráðir í gestabók sem lá frammi í afmælisveislunni. Eftir að peningarnir voru taldir kom í ljós að heildarupphæð sjóðsins nam 157.674 krónum. „Ég er alveg í skýjunum yfir þessu öllu saman. Þetta var alveg hreint yndislegur dagur með góðu fólki. Ég vil koma á framfæri ástarþakklæti til þeirra sem mættu og gáfu í söfnunina og vil að auki þakka Kvenfélagi Álftaneshrepps og fjölskyldu minni allri, sem hjálpuðu mikið til. Þá hvet ég alla sem halda upp á afmælin sín að gera svipað og nýta slík tímamót til að safna til góðra málefna,“ sagði Svandís Bára þegar búið var að telja peningana sl. föstudag að viðstöddum blaðamanni.

 

 

 

Það var svo Torfi Lárus Karlsson, vinur Svandísar Báru, sem tók við peningunum fyrir hönd félagsins, en Torfi hefur sjálfur glímt við langvarandi veikindi. „Torfi átti heima í húsinu á móti og hefur alltaf verið góður vinur,“ segir Svandís Bára brosandi, eftir að hafa komið þessu rausnarlega framlagi til Félags langveikra barna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is