Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2013 03:05

Krabbameinsfélag Akraness verður með sölu um helgina

Síðusta helgi sumarsins, þ.e. 30. og 31. ágúst, mun Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis standa fyrir fjáröflun með því að bjóða Akurnesingum og nærsveitarmönnum ýmsar vörur til sölu. Verður hægt að nálgast þær á Smiðjutorgi og í Verslun Einars Ólafssonar, þar sem fjölnota innkaupapokar verða til sölu.  Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis leggur sig fram við að taka þátt í öllum fjáröflunum sem Krabbameinsfélag Íslands heldur  á landsvísu, eins og sölu bleiku slaufunnar og mottumars.  „Þessi helgi er hinsvegar eyrnamerkt okkar félagi og allur ágóði af sölunni rennur til okkar félags. Í ár munum við bjóða upp á fjölbreytt úrval af vörum, sem eru:  Fjölnota innkaupapokar, endurskinsmerki, pennar, sjúkratöskur(mjög litlar) og kilja.Við vonum að sem flestir sjái sér fært að styrkja okkur og auðvelda okkur þannig  að halda áfram því góða starfi sem félagið hefur lagt sig fram við að gera, allt frá stofnun þess,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is