Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2013 01:01

Merkimiðar á allt sem ekki á að týnast

Á heimili einu í Jörundarholti á Akranesi er nýlega farið af stað lítið fyrirtæki sem framleiðir vöru sem væntanlega á eftir að nýtast mörgum vel, ekki síst foreldrum skólabarna núna þegar skólarnir eru að byrja. Framleiðsluvara fyrirtækisins merkimidar.is, eru einmitt merkimiðar til að merkja ýmislegt, til dæmis það sem fólk er gjarnt að týna, svo sem fatnað, skó, skólavörur og tómstundavörur. „Ég sjálf var gjörn á að týna ýmsu þegar ég var krakki. Það er mér enn í fersku minni þegar ég týndi afskaplega fallegri og góðri úlpu sem ég var bara búinn að eiga í eina viku. Ég var mjög miður mín út af því og ég man hvað mamma mín var sár. Þegar svo barnið mitt hafði týnt hverjum hlutnum á fætur öðrum fór ég virkilega að leiða hugann að því hvort að væri hægt að bregðast við þessu,“ segir Elísabet Ingadóttir sem starfrækir merkimidar.is ásamt manni sínum Sigurði Dan Heimissyni.

 

 

 

Elísabet segir að þau hafi verið búin að vinna mikið í því að merkja ýmsa nytjahluti og fatnað á heimilinu sem hætta var á týndist, en það hefði reynst tímafrekt fyrir þau, enda bæði í fullri vinnu. „Mig langaði til að finna eitthvað einfalt út úr þessu, en gaf mér ekki tíma til þess fyrr en ég fór í fæðingarorlof í fyrra. Þá datt okkur í hug að leita að límmiðum sem hentuðu í þetta og þá merkimiðum sem þyldu þvott og entust. Eftir talsverða leit fundum við miða með þessum eiginleikum, og arkir og búnað til að framleiða miðana. Fyrirtækið og framleiðslan fór svo af stað í byrjun júní síðastliðinn og við höfum þegar fengið mjög góðar viðtökur og viðbrögð við þessu framtaki,“ segir Elísabet þegar hún sýnir blaðamanni límmiðana sem láta ekki mikið yfir sér á örkinni - eru úr pappír en þola samt þvott. Elísabet segir að miðarnir séu til dæmis límdir á miða sem eru gjarnan í hálsmáli á flíkum. Hún segir að áfram verði unnið að því að útvega til dæmis merkimiða til að setja á ullarflíkur. „Við munum svo þróa þetta áfram. Við höfum til dæmis áhuga á að framleiða miða til að merkja fyrir börn með ofnæmi,“ segir Elísabet. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og segir að með merkimidar.is hafi henni tekist að samtvinna menntunina, áhugamálið og húsmóðurstarfið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is