Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2013 01:56

Einar Sveinn fer frá Reykhólum til Bíldudals

Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins ehf á Bíldudal. Einar hefur störf á Bíldudal þann 1. nóvember. Íslenska kalkþörungafélagið er í eigu írska fyrirtækisins Celtic Sea Minerals Ltd. og var fyrirtækið stofnað að frumkvæði Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða 2001. Í lok árs 2003 öðlaðist félagið vinnsluleyfi í Arnarfirði og sama ár tóku Celtic Sea Minerals Ltd. á Írlandi (75%) og Björgun ehf. (25%) við rekstrinum. Starfsleyfi verksmiðjunnar heimilar framleiðslu á allt að 50.000 tonnum af kalki á ári og gildir leyfið til 1. nóvember 2022. Afurðir verksmiðjunnar eru steinefnafóður og  jarðvegsbætiefni og eru vottaðar sem lífræn framleiðsla. Starfsmenn á Bíldudal eru um 20 auk afleiddra starfa.

Einar Sveinn hóf störf hjá Þörungaverksmiðjunni í október 2011 og segir hann að tíminn á Reykhólum hafi verið mjög góður og verkefnin skemmtileg. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu í starf framkvæmdastjóra Þörungaverksmiðjunnar, en stjórn félagsins mun fara yfir þau mál á næstu vikum.

 

 

Rekstur Þörungaverksmiðjunnar gengur vel og eru allar afurðir þaðan seldar fyrirfram á erlenda markaði. Hjá verksmiðjunni starfa nú 16 manns. Vorið 2011 var nýtt og öflugra þangflutningaskip, Grettir, tekið í notkun og undanfarna mánuði hafa starfsmenn unnið að innleiðingu nýrra verkferla í stjórnun öryggis- og umhverfismála undir kjörorðinu Think Safe. Starfsmenn hafa yfirumsjón með innleiðingunni í samstarfi við Verkís en eftirlitsaðili er aðaleigandi Þörungaverksmiðjunnar, FMC Corporation. Innleiðingin er vel á veg komin og lýkur um mitt ár 2014 með úttekt og vottun. Að lokum má geta þess að ýmsar aðrar endurbætur hafa verið gerðar í starfseminni á umliðnum mánuðum, svo sem í umhverfismálum og á lóð fyrirtækisins og lýstu erlendir stjórnarmenn, sem nýlega voru í heimsókn á Reykhólum, yfir mikilli ánægju með þróun fyrirtækisins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is