30. ágúst. 2013 02:20
Leiðindakveður er nú að ganga yfir Snæfellsnes. Nokkrir makrílbátar fóru snemma í morgun á sjó til veiða og eru flestir þeirra sem fóru að koma í land eða eru þegar komnir. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur sjávarútvegsráðneytið gefið út að makrílbátar geti stundað veiðar til 20 september í ár, en lítið er eftir af kvóta smábátanna. Á myndinni er Bíldsey ll SH komin í höfn í Ólafsvík og Brynja SH á leið til hafnar.