Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2004 11:07

Sextíu+ í Snæfellsbæ

Það var sannarlega mikið fjör á basar félags eldri borgara í Snæfellsbæ sl. sunnudag. Þá var félagið með sinn árlaga basar í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík þar sem bæði var sýnt og selt það sem félagsmenn höfðu verið að gera í haust. Mikill fjöldi fólks kom til að líta á varninginn og ekki síst að koma sér í gott jólakap en mikið af jólavörum var til sýnis. Einnig var selt kaffi, súkkulaði og vöfflur og ekki spillti fyrir að einn félaginn spilaði á harmónikku og kór Félags eldri borgara söng við góðar viðtökur gesta.

Mikið og gott starf er unnið í Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ og hefur mikið verið um að vera í haust. Bæði var farið í fimm daga dvöl á Hótel Örk í Hveragerði í október og einnig var haldin skemmtun á Klifi þar sem saman voru komnir félagar úr bæði Stykkishólmi og Grundarfirði. Haft er á orði hjá þeim sem ekki hafa náð 60 ára aldrinum í Snæfellsbæ að þeir geti tæplega beðið með að komst í “Club 60,” svo mikið fjör er í félagsskapnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is