Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2004 11:07

Sextíu+ í Snæfellsbæ

Það var sannarlega mikið fjör á basar félags eldri borgara í Snæfellsbæ sl. sunnudag. Þá var félagið með sinn árlaga basar í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík þar sem bæði var sýnt og selt það sem félagsmenn höfðu verið að gera í haust. Mikill fjöldi fólks kom til að líta á varninginn og ekki síst að koma sér í gott jólakap en mikið af jólavörum var til sýnis. Einnig var selt kaffi, súkkulaði og vöfflur og ekki spillti fyrir að einn félaginn spilaði á harmónikku og kór Félags eldri borgara söng við góðar viðtökur gesta.

Mikið og gott starf er unnið í Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ og hefur mikið verið um að vera í haust. Bæði var farið í fimm daga dvöl á Hótel Örk í Hveragerði í október og einnig var haldin skemmtun á Klifi þar sem saman voru komnir félagar úr bæði Stykkishólmi og Grundarfirði. Haft er á orði hjá þeim sem ekki hafa náð 60 ára aldrinum í Snæfellsbæ að þeir geti tæplega beðið með að komst í “Club 60,” svo mikið fjör er í félagsskapnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is