Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2013 09:43

Enn bættist við stig hjá Víkingum

Víkingar Ólafsvík hafa smátt og smátt verið að bæta stöðu sína í Pepsídeildinni og í gær tókst þeim að krækja í enn eitt stig í viðbót, gerðu þar með sitt áttunda jafntefli í sumar. Andstæðingarnir voru ekki af lakara taginu í þetta skiptið, ríkjandi Íslandsmeistara FH á heimavelli þeirra í Kaplakrika. Þau eru nú orðin 14 stigin hjá Víkingum sem eru í næstneðsta sæti deildarinnar og aðeins þrjú stig eru í næstu lið fyrir ofan á töflunni, þ.e. Keflvíkinga og Þór Akureyri. Heimamenn í FH höfðu öll tök á leiknum í fyrri hálfleik og áttu Víkingar ekki úr miklu að spila sóknarlega.  FH-ingar áttu margar góðar fyrirgjafir, snéru boltanum inn að markinu undan vindinum og Einar í markinu og Víkingsvörnin var nokkrum sinnum í erfiðri stöðu. Heimamönnum tókst að skora á 28. mínútu þegar hinn firnasterki Björn Daníel skoraði með skalla af stuttu færi. Þeir bættu síðan við marki strax í byrjun seinni hálfleiks og þá var staðan orðin dökk hjá Víkingum. Þegar hálftími var liðinn af seinni hálfleik kom vendipunkturinn í leiknum. Guðmundur Steinn Hafsteinsson fékk þá góðan bolta inn fyrir vörn FH og Róbert markvörður rændi hann upplögðu marktækifæri með því að fella hann. Róbert fékk að fjúka útaf og Antonio Jose Espinosa skoraði af öryggi úr vítinu. Þar með voru Víkingar komnir inn í leikinn og einum fleiri á vellinum. Þeir nýttu það með því að blása til sóknar og úr einni þeirra, á 79. mínútu, jöfnuðu Víkingar þegar Insa Bohigues Fransisco stökk hæst í teignum og skallaði boltann í markið. Eftir þetta voru Víkingar nær því að skora sigurmarkið en heimamenn, en niðurstaðan varð 2:2 jafntefli.

Landsleikjahlé verður nú í Pepsídeildinni til fimmtudagskvöldsins 12. september þegar 19. umferð hefst en þá fá Víkingar topplið KR í heimsókn. Fresta þurfti leik ÍA og KR í gær vegna slæma vallarskilyrða á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is