Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2013 11:38

Vilhjálmur hringdi skólann inn í morgun

Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst hringdi skólann inn í bókstaflegri merkingu á Bifröst í dag 2. september við athöfn í Hriflu. Vilhjálmur bauð nýja nemendur velkomna, minnti þá á mikilvægi þekkingar og sagðist hlakka til að takast á við komandi vetur með þeim. Við setninguna greindi hann frá ýmsu nýju sem væri framundan hjá Bifröst á skólaárinu meðfram hefðbundnu skólastarfi. Nefndi hann sérstaklega verkefnið „Hækkun menntunarstigs í Norðvesturkjördæmi“ undir forystu Háskólans á Bifröst, en verkefnið er á vegum menntamálaráðuneytisins. Þá minntist hann einnig á nemendaverkefni þar sem nemendur á Bifröst vinna rekstraráætlanir í samvinnu við fyrirtæki á Vesturlandi. Með þessu verkefni mun skólinn tengja sig enn meira við atvinnulífið en gert er. Þá eru uppi áform um að setja nýja braut af stað við Háskólann á Bifröst sem er matvælarekstrarfræði og er áætlað að hefja kennslu við hana haustið 2014. Undirbúningur er hafinn að opnun sýningu um íslenskt atvinnulíf á Bifröst, en áætlað er að sýningin verði opnuð næsta sumar. Markmiðið með sýningunni er að fá fólk inn á staðinn og skoða sýninguna, kynna þeim skólann og aðstöðuna. Vilhjálmur sagði að bjart væri framundan hjá Háskólanum á Bifröst og að metnaður, kraftur og frumkvöðlaandi einkenndi starf skólans.

Að lokum fór bjallan á loft til að hvetja fólk til dáða og hringja skólaárið inn. Bjallan sem Vilhjálmur hringdi er síðan Samvinnuskólinn var og hét í Reykjavík, en skólinn var sem kunnugt er stofnaður árið 1918 en fluttur að Bifröst 1955.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is