Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2013 10:47

Hamingjusöm og kraftmikil heild er framtíðarsýn íbúa í Hvalfjarðarsveit

„Framtíðardraumar í Hvalfjarðarsveit eru: „Hamingjusöm og kraftmikil heild,“ segir í fréttatilkynningu frá sveitarfélaginu Hvalfjarðarsveit að afloknu íbúaþingi sem haldið var í Heiðarskóla sl. sunnudag. Á þingið mættu hátt í 40 íbúar, eða nær 7% þeirra sem búsetu hafa í sveitarfélaginu. Fyrirtækið ILDI, þjónusta og ráðgjöf, hafði umsjón með íbúaþinginu. Starfsmenn þess munu nú vinna úr niðurstöðum og skila sveitarstjórn, sem hefur síðan skuldbundið sig til að gefa íbúum upplýsingar um það hvernig skilaboðum verður fylgt eftir. Meðal þess sem þátttakendur ræddu var spurningin: „Hvar er okkur að takast vel og hvar mætti gera betur?“ Fram kom mikil ánægja með aðbúnað barna og unglinga og fékk Heiðarskóli hrós, bæði fyrir aðstöðu og innra starf, m.a. í umhverfismálum. Þá lýstu þátttakendur ánægju með ljósleiðaravæðingu sem nú er unnið að af hálfu sveitarfélagsins. Einnig þykir sorpflokkun vera að takast vel. Meðal þess sem bent var á til úrbóta var að jafna gæði innan sveitarfélagsins, t.d. í veitumálum. Rætt var um samgöngur og umferðaröryggi, göngu- og hjólreiðastíga og umhverfismál. Fram komu áhyggjur vegna umhverfismála sem tengjast stóriðju og bent á að sveitarfélagið gæti staðið fyrir rannsóknum óháðra aðila á mengun og loftgæðum. Þá var komið inn á þörf fyrir aukna fjölbreytni í atvinnulífi.

Þátttakendum varð tíðrætt um hversu mikilvægt það er að auka samstarf og samheldni innan Hvalfjarðarsveitar, bæði innan stjórnsýslunnar og úti í samfélaginu. Sá bolti, jákvæðni og samstöðu, sé bæði hjá stjórnendum sveitarfélagsins og íbúum sjálfum. Margir áttu sér draum um samverustað, því í sveitarfélaginu er engin verslun eða annar slíkur staður þar sem fólk hittist reglulega. Í því sambandi var meðal annars talað um íþrótta- og tómstundaaðstöðu og starf því tengt. Í lok þings fóru að mótast hugmyndir um aðgengi að Akrafjalli, fjöru og skógræktinni í Fannahlíð. Á því svæði yrði þá þungamiðja „samverustaðarins,“ með ótal tækifærum til útivistar og annarrar afþreyingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is