Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2013 03:12

Eyðsla erlendra ferðamanna eykst

Mikil fjölgun erlendra ferðamanna hefur verið í sumar. Til marks um það jókst greiðslukortavelta þeirra í júlímánuði um 17,4% frá júlí 2012 og var 13,1 milljarður króna. Hver ferðamaður greiddi 106 þúsund krónur að meðaltali með greiðslukorti sínu í mánuðinum. Það er smávægileg aukning á milli ára. Frá þessu er sagt á vef Rannsóknaseturs verslunarinnar. Stærsti hluti veltunnar er fyrir gistingu, næstmest eyddu ferðamenn í verslun og þar næst í skipulagða ferðaþjónustu. Í fjórða sæti yfir þá útgjaldaflokka sem erlendir ferðamenn greiddu fyrir með greiðslukortum er veitingaþjónusta.  Svo virðist sem erlendir ferðamenn sæki í auknum mæli í aðra gististaði en hótel og jókst kortavelta á öðrum gististöðum en hótelum um 95% og nam 20 milljónum króna. Einnig hefur gífurleg aukning verið í greiðslu erlendra ferðamanna fyrir ferjuflutninga og jókst hún um 230% á milli ára. Erlendar kortagreiðslur til bílaleiga jukust um 20% í júlí samanborði við júlí 2012 og námu 1,1 milljarði króna. Ferðamenn greiddu 596 milljónir króna með kortum í dagvöruverslunum og er það 20% aukning frá síðasta ári. Þeir keyptu einnig föt fyrir 505 milljónir en nánast engin aukning var í minjagripaverslun á milli ára.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is