Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2013 01:01

Niðurstöður Skólavogarinnar eru áfall fyrir Borgarbyggð

Starfsemi Grunnskólans í Borgarnesi er verulega ábótavant ef marka má niðurstöður fyrstu Skólavogarinnar, samanburðarkönnunar á starfi grunnskóla í 19 sveitarfélögum á Íslandi þar sem 80% landsmanna búa, sem kynnt var skólastjórnendum og sveitarstjórnendum í Borgarbyggð í sumar. Könnunin var framkvæmd síðasta vetur og var þátttaka í henni mjög góð en þetta er í fyrsta skipti sem hún er framkvæmd. Starfsemi Grunnskóla Borgarfjarðar kemur mun betur út í könnuninni. Skólavogin er þríþætt könnun og mælir viðhorf nemenda, starfsfólks og foreldra til ýmissa þátta í starfi grunnskóla.

Niðurstöður könnunarinnar hafa verið kynntar fyrir starfsmönnum grunnskólanna, skólaráði Borgarbyggðar og fulltrúum foreldra og forráðamanna nemenda við skólana. Þá hefur Borgarbyggð sett af stað vinnu við gerð áætlunar til að ráða bót á þeirri stöðu sem Skólavoginn hefur dregið fram, sértaklega hvað varðar Grunnskólann í Borgarnesi og hefur sveitarfélagið ráðið Karl Frímannsson ráðgjafa og þróunarstjóra á Akureyri til verksins, en hann á að baki fjölþætta reynslu af menntamálum og stjórnun grunnskóla. Reiknað er með að fyrstu tillögur Karls verði lagðar fyrir fund í fræðslunefnd Borgarbyggðar 10. september næstkomandi, þar sem búast má við að ákvarðanir um aðgerðir verði teknar.

 

Sjá nánar umfjöllun í Skessuhorni sem kom út í dag þar sem meðal annars má lesa viðbrögð skólafólks og sveitarstjórnarfólks um málið. Allir virðast einhuga um að ráða sem fyrst bót á þeim vandamálum sem blasa við.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is