Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2013 03:01

Um þúsund gestir mættu til haustfagnaðar KB

Kaupfélag Borgfirðinga efndi til haustfagnaðar á laugardaginn sem fram fór í ágætu veðri við Búrekstrardeild félagsins í Borgarnesi. Ýmislegt var í boði fyrir þá fjölmörgu gesti sem lögðu leið sína á hátíðina en að sögn Margrétar Guðnadóttur verslunarstjóra hjá KB er talið að nærri eitt þúsund gestir hafi mætt á svæðið. Fjölbreytt úrval sölu- og kynningarbása var á svæðinu, vöfflusala var á vegum Freyjukórsins og þá stóðu fulltrúar Ungra bænda fyrir uppákomu. Grillaðar voru pylsur í boði KB og Fóðurblöndunnar sem félagar í Búnaðarfélagi Mýramanna sáu um að koma til skila en allar 800 pylsurnar sem grillaðar voru gengu út. Að auki var boðið upp á íspinna frá Flugger og gos frá N1. Ýmsar fleiri uppákomur voru á dagskránni, og bar þar hæst þríþrautarkeppnin fræga, þar sem þrjú lið Borgfirðinga keppti í staurakasti, reiptogi og kerlingadrætti.

Lesa má nánar um Haustfagnað KB í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag. Í umfjölluninni gefur einnig að líta fjölda svipmynda frá hátíðinni.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is