Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2013 12:01

Íbúðalánasjóður setur miðbæjaríbúðir á sölu

Akraneskaupstaður hefur átt í viðræðum að undanförnu við Íbúðalánasjóð varðandi framtíð 25 íbúða sem sjóðurinn á í miðbæ Akraness og hafa staðið tómar um tíma. Niðurstaða er komin í þær viðræður og verða eignirnar auglýstar til sölu á næstunni. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að viðræður við Íbúðalánasjóð vegna fjölda íbúða sem sjóðurinn á í gamla miðbænum hafi verið nauðsynlegar. „Ástand íbúðanna, ekkert síður utan húss en innan, er mjög ábótavant og að auki skapar það slæma ásýnd fyrir gamla bæinn að þar sé fjöldi tómra íbúða. Við erum að vonast til að þarna komi að áhugasamir einstaklingar eða fyrirtæki sem kaupi jafnvel allar íbúðirnar í einum pakka, þannig að virkilegur skriður kæmist á framkvæmdir. Í því sambandi skiptir mestu máli að húsin verði lagfærð að utan,“ segir Regína.

 

Sjá nánar viðtal við Regínu bæjarstjóra um ýmis skipulagsmál á Akranesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is