Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. september. 2013 11:01

Spennandi tímar framundan í skógrækt landsmanna

„Skógur er verðmæt auðlind sem við þurfum að hlúa að og hagnýta skynsamlega í framtíðinni,” segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir sem hóf störf í sumarbyrjun sem framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga. Sigríður er ekki verkefninu ókunnug því hún hafði áður starfað hjá Vesturlandsskógum í tæp fimm ár eftir að hafa lokið námi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri 2004. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Sigríði á skrifstofu Vesturlandsskóga á Hvanneyri og ræddi við hana um nýja starfið og framgang þessa viðamikla skógræktarverkefnis stjórnvalda sem nú er komið á 14. starfsár.

Tíu þúsund hektarar samþykktir

Vesturlandsskógar er hluti af landshlutabundnu átaksverkefni ríkisins sem sett var á laggirnar árið 1999. Meginmarkmið þess er að rækta skóg á drjúgum hluta láglendis Íslands, alls 5% lands undir 400 metrum, fyrir árið 2039. Öðrum þræði er verkefnið hugsað til atvinnusköpunar og hafa margir bændur fært sér það í nyt. Verkefnið virkar þannig að eigendur lögbýlisjarða, sækja um þátttöku í verkefninu á vissum hluta jarða sinna. Endanleg útfærsla er síðan unnin áfram í samráði við starfsmenn Vesturlandsskóga og að endingu borin undir stjórn verkefnisins til afgreiðslu. ,,Þegar umsóknir eru samþykktar er gerður formlegur samningur við skógarbónda en Vesturlandsskógar greiða 97% af samþykktum kostnaði við framkvæmdir. Frá upphafi hafa verið gerðir 112 samningar, en um 80% af eigendum jarðanna eiga lögheimili á þeim en aðrir annars staðar. Stærð landsins sem verður ræktað á grundvelli þessa 112 samninga eru rúmir 10 þúsund hektarar, en hingað til hafa tré verið gróðursett í um þrjú þúsund hektara,” segir Sigríður en umfang gróðursetningar á hverju ári er bundin framlagi á fjárlögum.

 

Sjá nánar viðtal við Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, framkvæmdastjóra Vesturlandsskóga, í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is