Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2013 02:13

Þríþætt bilun í Saurbæjarlínu olli rafmagnsleysi

Rafmagn fór af Saurbæjarlínu í gærkvöldi eftir að bilun kom upp á línunni. Að sögn Baldurs Gíslasonar hjá rekstrarsviði Rariks á Vesturlandi var um röð bilana að ræða. Fyrst hafi spennir skemmst á línunni, síðan svokölluð var-halda og loks aflrofi í aðveitustöð. Rafmagnið fór af um hálf átta leytið en rétt fyrir ellefu náðist að koma því aftur í dreifingu á Fellsströnd. Önnur svæði Saurbæjarlínu fengu loks rafmagn um klukkan þrjú í nótt. Ekki er vitað um að mikið tjón hafi orðið af völdum rafmagnsleysisins, utan þess að tölvukerfi sjálfvirks mjaltaþjóns á bænum Lyngbrekku á Fellsströnd bilaði. Bilunin varð þó ekki langvinn því eftir viðgerð í morgun náðist að koma kerfinu í samt lag og þakkaði Bára H. Sigurðardóttir bóndi í Lyngbrekku nýrri vararafstöð á bænum að ekki varð rekstrartjón. Um síðustu áramót hafði rafmagn farið af Fellsströndinni í óveðri með þeim afleiðingum að tölva mjaltaþjónsins eyðilagðist og var þá brugðið á það ráð að koma vararafstöð fyrir. Sú ráðstöfun reyndist því Lyngbrekkubúinu vel.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is