Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. september. 2013 06:08

Geðstirð álft stöðvar umferð og hefur uppi ógnandi tilburði

UPPFÆRÐ FRÉTT

Fyrir hádegi í dag truflaði álft umferð á Akrafjallsvegi (51) skammt frá Litlu Fellsöxl í Hvalfjarðarsveit. Vegfarendur sem vitni urðu að háttarlagi álftarinnar sögðu þetta óvenjulegt þar sem álftin var ekki að verja unga eða aðra fugla. Sögðu hana hugsanlega mannvanann fugl eða að hún hafi orðið fyrir áreiti. „Álftin stóð bara þarna á veginum og gekk fyrir bílana jafnvel þótt þeir reyndu að sveigja framhjá. Því urðu ökumenn að stöðva för og bíða þar til hún færði sig. Þá glefsaði hún í dekk á bílunum og hafði uppi ógnandi tilburði ef menn opnuðu bílhurðir og reyndu að nálgast hana. Hún var afar súr á svipinn,“ sagði Kristinn Aðalbjörnsson sem átti leið þarna um og ljósmyndaði tilburði álftarinnar. Kristinn segir að álftin trufli umferð og ef hún láti sig ekki hverfa muni vafalítið verða ekið á hana fljótlega.

Þær viðbótarupplýsingar hafa fengist, eftir að fréttin birtist hér á vefnum fyrr í dag, að álftin sem um ræðir sé spök þriggja vetra gömul álft sem að einhverju leyti hafi alist upp á bæ í sveitinni. Hald manna er að hún hafi misskilið hlutverk sitt og haldi jafnvel að hún sé hundur, enda ber hegðun hennar hér að framan vott um að slíkt gæti verið raunin.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is