Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. september. 2013 07:08

Tugir grindhvala í Rifshöfn

Fjöldi grindhvala synti á land við höfnina í Rifi á Snæfellsnesi nú á sjöunda tímanum í kvöld. Að sögn Heimis Þórs Ívarssonar, sem var staddur þar sem hvalirnir syntu á land um kl. 19, eru þeir á víð og dreif um ströndina og telja nokkra tugi. Að auki sé grindhvalavaða syndandi í höfninni eins og sakir standa og má ljóst vera að hvalirnir sem syntu á land hafi tilheyrt þeirri vöðu. Óljóst er hve margir hvalir eru í höfninni en Heimir giskaði á þeir gætu verið eitthvað á annað hundrað. Samkvæmt honum hafi sjónarvottar orðið varir við hvalina um sex leytið. Heimir segir að byrjað sé að nýta og hirða þá hvali sem eru dauðir, enda er þekkt að margir sem búa á svæðinu eiga rætur í Færeyjum þar sem grindhvalanýting er algeng. Tilraunir hafa verið gerðar við að koma þeim hvölum sem séu lifandi aftur á haf út, en vont veður á staðnum og mikið brim hamlar þeim aðgerðum verulega.

Ekki er vitað á þessu stigi hvers vegna hvalirnir hafa synt á land, en að sögn Heimis eru grindhvalir styggar skepnur sem geti brugðist óðslega við snöggum veðrabreytingum svo dæmi sé tekið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is