Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2013 11:30

Færri dauðir grindhvalir en ætla mátti í gærkvöldi

Nú í morgun voru taldir á milli fimmtán og tuttugu grindhvalir sem lágu dauðir í fjörunni við Bug utan við Fróðá, rétt austan Ólafsvíkur auk nokkurra í fjörunni milli Rifs og Ólafsvíkur. Engu að síður eru þetta færri hvalir en búist var við að rækju á land miðað við útlitið í gærkvöldi skömmu fyrir myrkur. Einhverjum dauðu hvalanna hefur skolað á haf út í nótt. Eins og greint var frá í fréttum hér í gær var Rifshöfn full af grindhvölum undir kvöld auk þess sem nokkrir þeirra höfðu þá þegar synt upp í fjöruna og drepist  milli Rifs og Ólafsvíkur. Í morgun þegar byrjaði að fjara út sáust nokkrir dauðir hvalir í grjótgarðinum í Rifshöfn. Mjög hvasst var á Snæfellsnesi í gær, úrhellisrigning og mikið brim. Þegar hvassast var fór vindur yfir 40 metra á sekúndu í hviðum. Engu að síður fóru vaskir menn þegar í gærkvöldi í fjöruna og gerðu að dauðu hvölunum og hirtu kjöt. Haldið verður áfram við þá vinnu í dag. Margir íbúar á þessu svæði eiga rætur í Færeyjum þar sem hefð er fyrir að nýta kjöt og spik af grindhval en þar í landi hefur um aldir þótt mikil búdrýgindi þegar grindhvali rekur á land. Fjölmargir ferðamenn hafa gert sér ferð vestur í Snæfellsbæ til að virða fyrir sér grindhvalinn og verkun dauða hvalsins. Eru það bæði útlendingar og Íslendingar, meðal annars þeir sem vilja ná sér í kjötbita.

Rifjað hefur verið upp að síðast voru grindhvalavöður á þessum slóðum árið 1960 og síðast árið 1982.

 

Hér er hlekkur á myndband sem Alfons Finnsson gók í  morgun í fjörunni nærri Ólafsvík.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is