Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2013 01:15

Viðskiptalögfræðin á Bifröst þykir hafa sannað gildi sitt

Lögfræðidagur Háskólans á Bifröst var haldinn sl. föstudag á Bifröst. Þar komu saman núverandi og útskrifaðir nemendur úr viðskiptalögfræði ásamt kennurum á lögfræðisviði skólans. Dagskráin var fjölbreytt þar sem fræðileg erindi voru í bland við hugarflugsfundi um námið og tengsl eftir útskrift. Þau sem héldu erindi voru m.a. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður og dósent við Háskólann á Bifröst, Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður og stundakennari á Bifröst ásamt Runólfi Ágústssyni fyrrverandi rektor. „Það sem kom helst fram á fundinum meðal þátttakenda var að viðskiptalögfræðin sem námsgrein hefur sannað sig á þeim 12 árum sem boðið hefur verið upp á það nám á Bifröst. Viðskiptalögfræðingar útskrifaðir frá skólanum starfa víða í atvinnulífinu og sinna fjölbreyttum störfum. Voru þátttakendur sammála um að sú blanda af lögfræðifögum og viðskiptafögum sé ákjósanleg sérhæfing í störfum lögfræðinga í dag. Þær kennsluaðferðir sem viðhafðar eru á Bifröst eru á margan hátt óhefðbundnar og ólíkar kennsluháttum í öðrum háskólum hérlendis,“ segir í tilkynningu frá skólanum.

 

Þá segir að mikil samstaða hafi verið í hópnum um gæði námsins og hversu vel kennsluaðferðirnar nýtist við störf lögfræðinga þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Þá var einróma álit þátttakenda að halda í þá sérstöðu sem viðskiptalögfræðin á Bifröst hefur skapað og bjóða þannig upp á annað lögfræðinám en hið hefðbundna. „Háskólinn á Bifröst er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á þetta nám hérlendis en margir skólar erlendis bjóða upp á svipað nám. Þá má geta þess að Háskólinn á Bifröst var valinn í alþjóðlegan hóp háskóla til að bregðast við breyttri stöðu lögfræðinga á atvinnumarkaði í heiminum.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is