Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2013 11:35

Vinaliðaverkefnið innleitt í þremur skólum á Vesturlandi

Í síðustu viku undirrituðu Inga Lára Sigurðardóttir verkefnastjóri í Árskóla í Skagafirði og Kristján Gíslason skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi samning um "Vinaliðaverkefnið". Nú þegar er búið að innleiða verkefnið, sem er af norskum uppruna, í Skagafirði og er því stýrt þaðan. Samningurinn var undirritaður í Hjálmakletti þegar haldinn var kynningarfundur fyrir starfsmenn þeirra skóla sem ætla sér að innleiða vinaliðaverkefnið á svæðinu í vetur. Auk Grunnskólans í Borgarnesi eru það Laugargerðisskóli á Snæfellsnesi og Auðarskóli í Dölum. Stýrimaður verkefnisins í Borgarnesi er Hilmar Már Arason aðstoðarskólastjóri og til að byrja með verður það innleitt í 4. - 6. bekk.

Markmið vinaliðaverkefnisins er að stuðla að fjölbreyttari leikjum í löngu frímínútum skólanna, leggja grunn sem gerir nemendum kleift að tengjast sterkum vinaböndum, minnka togstreitu milli nemenda og hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fái að taka þátt. Samhliða góðum eineltisáætlunum er markmiðið með Vinaliðaverkefninu einnig að draga úr einelti og auka vellíðan nemenda í skólum.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is