Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2013 01:41

Ómar ríður á vaðið í fjölbreyttri vetrardagskrá í Landnámssetrinu

Framundan er vetrardagskrá í Landnámssetrinu í Borgarnesi og verður ekki annað sagt en fjölbreytni verði í fyrirrúmi í dagskrá vetrarins. Frumsýning á „Ómari æskunnar“ verður 28. september kl. 20. Þar mun Ómar Ragnarsson tala í alvöru og spaugi um æsku sína og tengir atburði og fólk frá æskuárum við atburði og fólk síðari tíma. Ómar lýsir því hvernig örlagasaga foreldra hans og litskrúðugs frændgarðs og samferðafólks hafði mótandi áhrif á hann allt til þessa dags. Í tilkynningu frá Landnámssetrinu segir að hér sé á ferðinni öðruvísi Ómar með sögur af fólki og fyrirbærum. Hann mun enda frásögnina á því þegar hann stóð í fyrsta skipti á sviði tólf ára gamall í Vesalingunum í Iðnó. Upplifun sem hafði einna mest áhrif á hann í allri hans mótunarsögu. Þarna hafi orðið til sviðsmaðurinn, uppistandarinn og sendiboðinn Ómar. „Ómar hefur skemmt okkur, frætt og vakið til umhugsunar um árabil en hér sýnir hann á sér algjörlega nýja hlið. Þó verður hér ekki bara alvaran á ferð, því eins og við vitum á maðurinn erfitt með að sitja á strák sínum,“ segir í tilkynningunni.

 

 

 

Í október stigur síðan á stokk Einar Kárason rithöfundur og flytur dagskrána Íslenskar hetjur, frá Gretti til Péturs Hoffmanns. Einar er sögumaður af guðs náð og hefur áður sýnt það og sannað í frábærlega skemmtilegum frásögnum á Söguloftinu bæði af samtímamönnum og fornum köppum. Þann 16. nóvember koma svo félagarnir Maggi Eiríks og KK og fara í gegnum sitt fimmtán ára brall. Í desember verður þau systkin KK og Ellen með hugljúfa jólatónleika, segir einnig í tilkynningunni.

Baróninn á Hvítárvöllum kemur svo á fjalirnar á nýju ári, þann 10. janúar. Það er höfundurinn snjalli Þórarinn Eldjárn sem rekur dularfulla æfi þessarar sérkennilegu söguhetju sem skildi eftir sig óafmáanleg spor í Borgarfirðinum. Þann 6. febrúar mun síðan spunahópurinn Voces Spontane og klarinettutvennan Stump - Linshalm bjóða uppá sameiginlega spunatónleika. Þá eru fleiri viðburðir í skoðun, segir í tilkynningu frá Landnámssetrinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is