Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2013 12:25

Stolin krækiber – Skopmyndaskreytt úrval vísnaþátta

Skessuhorn mun undir lok þessa mánaðar gefa út bókina Stolin krækiber – Skopmyndaskreytt úrval vísnaþátta úr Skessuhorni. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða efni sem á rætur í blaðinu, en bókin er gefin út í tilefni 15 ára afmælis Skessuhorns. Dagbjartur Dagbjartsson safnaði, skráði og tengdi saman í lifandi frásögn 1.760 tækifæris- og lausavísur höfunda víðsvegar af Íslandi. Bjarni Þór Bjarnason listamaður, sem einnig annast fasta þætti í Skessuhorni, myndskreytir bókina en í henni eru 126 skopteikningar Bjarna sem teiknaðar eru við vísur úr bókinni.

Nafn bókarinnar; Stolin krækiber, á sér litla sögu. Tímaritið Iðunn birti eitt sinn vísu eftir skáldkonuna Þuru í Garði að henni forspurðri. Bókarnafnið er skírskotun í síðustu hendingu úr vísu Þuru þegar hún sendi Iðunnarmönnum tóninn:

Nú er smátt um andans auð

en allir verða að bjarga sér.

„Iðunn“ gerist eplasnauð;

etur hún stolin krækiber.

 

Dagbjartur Dagbjartsson bóndi í Hrísum í Borgarfirði hefur alla tíð haft lifandi áhuga fyrir kveðskap og safnað vísum og frásögnum þeim tengdum. Hann hefur ritað vísnaþætti í blöð um tveggja áratuga skeið, lengst af í Skessuhorn, en þættir hans í blaðinu eru nú að nálgast 400. Stolin krækiber hefur að geyma úrval þessara vísnaþátta og birtar vísur eftir hundruð skálda og hagyrðinga, af öllu landinu. Kveðskapur þessi er ýmist fenginn af prenti eða munnlegri geymd. Margar af vísunum eru því að birtast í fyrsta skipti á prenti. Semsagt krækiber - og sum stolin. Vísurnar í bókinni eru eftir þekkta höfunda og minna þekkta, ýmist tækifæris- eða lausavísur. Þær eru tengdar saman með frásögn af einhverju sem tengist tilefni kveðskaparins; höfundunum eða samskiptum þeirra við samferðamenn sína.

 

Útgáfuþjónusta Skessuhorns mun annast dreifingu og sölu bókarinnar en byrjað verður að taka við pöntunum á næstu dögum í gegnum heimasíðu Skessuhorns. Það verður kynnt nánar síðar sem og afsláttur sem skuldlausum áskrifendum býðst. Hér skal notað tækifærið og bent á að bókin Stolin krækiber er upplögð skemmtilesning fyrir fólk á öllum aldri en auk þess tilvalin í jólapakkann eða til annarra tækifærisgjafa. Bókin er gefin út í kiljubroti, 250 síður og prentuð í Odda. Verð hennar er 4.990 krónur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is