Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2013 09:01

Gamli vitinn á Suðurflös orðinn augnayndi

Framkvæmdum utanhúss er nú lokið við endurbætur á gamla vitanum á Suðurflös á Akranesi. Nýlega voru fjarlægðir verkpallar sem stóðu við vitann í sumar meðan framkvæmdir stóðu yfir og nú blasir vitinn við og er mikið augnayndi. Það er Trésmiðjan Akur sem hefur haft umsjón með endurbótunum. Lagfæringar innanhúss í vitanum eru eftir og verða þær gerðar fyrir veturinn. Viðgerðir við vitann hófust í lok síðasta árs, en þá var steyptur nýr kragi meðfram undirstöðum. Snemma í vor var haldið áfram endurbótum utanhúss. Þá voru framkvæmdar múrviðgerðir á veggjum og viðgerð á ljósahúsi og handriði. Ástand vitans, einkum múrklæðingar utanhúss, var verra en áætlað var þegar ráðist var í verkið. Því gerðu áætlanir nú í sumar þegar verkið var komið vel af stað ráð fyrir viðbótarkostnaði að upphæð krónur 2.350.000, en upphafleg áætlun um endurbætur á vitanum voru um tíu milljónir króna. Gamli vitinn er einn af elstu steinsteyptu vitum landsins, byggður 1918. Fyrir um aldarfjórðungi voru síðast gerðar endurbætur á honum og beittu kiwanismenn á Akranesi sér fyrir þeim framkvæmdum og vörðu til þess fjármunum, nú eru þær fjármagnaðar úr bæjarsjóði að mestu.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is