Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2013 11:25

"Viljum gjarnan að Skógarströndin standi undir nafni"

Hjá mörgum kynslóðum landsmanna hafa Íslendingasögurnar áreiðanlega verið hvað skemmtilegasta námsgreinin, þar sem segir frá hetjum á Njáluslóðum og víðar um landið, að ekki sé talað um sjónrænar sögur frá þeim mönnum sem námu landið. Þá var sagt að það hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru, eins líklegt og okkur mörgum þykir það nú. Landsnámsmenn þeirra tíma og afkomendur þeirra nýttu skóginn til eldiviðar og beittu fé á hann, en núna á seinni áratugum hafa sprottið upp nýaldar- og annars konar landnámsmenn. Það eru þeir sem leita úr þéttbýlinu, gjarnan af höfuðborgarsvæðinu, út í sveitir landsins og rækta þar skóg og huga að landvernd. Nokkrir þeirra hafa komið sér fyrir á svæði sem eftir nafninu að dæma hefur væntanlega verið skógi vaxið þegar Vesturland var numið, það er Skógarströndin. Svæði þetta, við sunnanverðan Hvammsfjörð, er eitt þeirra í landinu þar sem hefðbundinn landbúnaður hefur nánast lagst af á síðustu árum. Drjúgur spölur er á milli bæja á Skógarströndinni þar sem fjárbúskapur og matvælaframleiðsla er stunduð í dag, það er Narfeyri í vestri og Lækur í austri. Jarðirnar á milli þessara bæja og reyndar víðar eru nýttar til skógræktar, landgræðslu og útivistar. Skógarbændur er nú orðnir fjölmennastir í hópi þeirra sem nytja jarðirnar á Skógarströndinni og hafa þeir þar búsetu drjúgan hluta ársins.

„Við viljum gjarnan að Skógarströndin standi undir nafni,“segir Nils Hafsteinn Zimsen sem býr á Vörðufelli í 8-9 mánuði á ári. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Nils á dögunum og spjallaði við hann, en á Vörðufelli eru stór svæði komin undir skógrækt og þá er Nils búinn að rækta upp litla og snotra laxveiðiá í landareign sinni, Svínafossá.

 

Sjá ítarlegt viðtal við Nils í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is