Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2013 06:09

Skipulagsbreytingar á starfsemi SSV í brennidepli

Búast má við tíðindamiklum aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem hefst á morgun í Reykholti í Borgarfirði, en fundurinn stendur yfir fram á föstudag. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, formanns stjórnar SSV, er fyrirséð að þrjú mál verði fyrirferðarmikil að þessu sinni. „Fyrst ber að nefna fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á starfsemi SSV. Unnið hefur verið að gerð tillagna í framtíðarhópi samtakanna, en Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna og formaður hópsins, mun kynna þær á fundinum á morgun fyrir hönd hans. Tillögurnar hafa verið til umsagnar hjá sveitarstjórnum í landshlutanum að undanförnu og hafa athugasemdir borist frá þeim flestum.“ Spurður um umfang breytinganna sem tillögurnar kveða á um svarar hann því til að um róttækar aðgerðir verði að ræða. „Það er allt undir, en öðrum þræði tengjast breytingarnar breyttu landslagi í kjölfar sóknaráætlunar,“ bætir hann við en framtíð hennar verður einnig til umræðu á fundinum.

Hallarekstur til umræðu

Önnur mál sem koma til með að vera í brennidepli á aðalfundinum eru málefni fatlaðra og sú staða sem komin er upp í rekstri almenningssamgangna í landshlutanum. „Rekstrarstaðan í málefnum fatlaðra er orðin verulega slæm en það vantar um 60-70 milljónir króna til að láta enda mætast á núverandi rekstrarári. Ástæðuna er fyrst og fremst að finna í því að með tilflutningum á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga hafa ekki fylgt nógu miklir peningar með. Þeir verða að fara koma í landshlutana í takt við umfang verkefna.“

 

Forsendubrestur í rekstri strætó

Varðandi almenningssamgöngurnar segir Gunnar að rætt verður um á fundinum til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að mæta þeim hallarekstri sem við blasir á rekstri strætókerfisins í landshlutanum sem SSV ber ábyrgð á, en hann nemur um 16 milljónum króna á einu ári. „Það hefur orðið viss forsendubrestur í rekstrarmódeli kerfisins, ekki síst í kjölfar lækkunar á niðurgreiðslu olíugjalds í febrúar. Sama staða er einnig kominn upp hjá öðrum landshlutasamtökum sem hafa almenningssamgöngur á sínu forræði. Menn eru þó einhuga um að finna leið til að halda þessu áfram en þá þurfa að koma til nauðsynleg framlög frá ríkinu og að sérleyfi landshlutasamtaka á akstursleiðum verði tryggt,“ segir Gunnar en þau eru ótryggð sem stendur þar sem hópferðafyrirtæki hafa komist upp með að bjóða upp á ferðir á nokkrum leiðum án þess að verða stöðvuð í sumar.

 

Skessuhorn mun fylgjast grannt með gangi mála á aðalfundi SSV í Reykholti og verður niðurstöðum fundarins gerð ítarleg skil í næsta tölublaði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is