Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2013 08:01

Veiðimet í Norðurá gæti fallið í vikunni

Veiðimet í Norðurá í Borgarfirði gæti fallið núna í vikunni. Næstsíðasta hollið kom úr ánni á mánudagskvöld að lokinni þriggja daga veiði með 155 laxa. Veiðin var þar með komin í 3.205 laxa í sumar og er farin að nálgast metið sem slegið var veiðisumarið mikla 2008 þegar 3.307 laxar veiddust í Norðurá. „Þetta var mjög góð veiði hjá hollinu sem var að koma úr ánni og ef álíka gengur hjá því næsta er ekki ólíklegt að metið falli,“ sagði Birna G Konráðsdóttir á Borgum, formaður Veiðifélags Norðurár, í samtali við Skessuhorn í gær, en þá voru þrír dagar eftir af veiðitímabilinu í Norðurá. Birna segist ekki í vafa um að góð veiði í sumar muni hjálpa til við sölu veiðileyfa fyrir næsta sumar, en veiðifélagið mun sjálft selja veiðileyfin í samvinnu við Einar Sigfússon, annan eiganda Haffjarðarár. Um leið hættir Stangveiðifélag Reykjavíkur leigu árinnar eftir tæplega sjö áratuga samstarf við landeigendur. Birna segir að slök veiði sumarið 2012 hafi gert erfitt fyrir hjá mörgum um sölu veiðileyfa, ekki síst í ár á Vesturlandi sem voru vatns- og fisklitar í fyrra. Þá veiddust ekki nema 953 laxar í Norðurá, en til samanburðar veiddust 2.134 laxar sumarið 2011 og 2.279 sumarið áður.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is