Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2013 10:35

Frönsk þáttargerð um íslenska hestinn á Snæfellsnesi

Á mánudaginn komu franskir dagskrárgerðarmenn hingað til lands til að vinna að gerð um klukkustunda langs heimildaþáttar um íslenska hestinn sem sýndur verður um næstu jól á einni útbreiddustu hestaíþróttasjónvarpsstöð Frakklands. Ferð dagskrárgerðarmannanna er að stórum hluta heitið á sunnanvert Snæfellsnes þar sem farið verður víða um, m.a. komið við á Miðhrauni og Söðulsholti, en að auki verður farið um Löngufjörur og aðra víðfarnar reiðleiðir svæðisins. Þá er ferðinni einnig heitið á valda staði á Suðurlandi en upptökum á Íslandi á að ljúka í lok vikunnar. Bakhjarlar og kostunaraðilar þáttarins eru hjónin Ólafur Ólafsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir sem reka hestabúgarða á Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshrepp á Snæfellsnesi og í Huilerie, skammt suður af París í Frakklandi. Í samtali við Skessuhorn sagði Ólafur, að ein aðalpersóna þáttarins sé Nicolas Andreani, einn þekktasti hestamaður Frakka, en hann er heimsmeistari í vaulting eða loftfimleikum á hestum, íþróttar sem nýtur mikilla vinsælda meðal fransks hestafólks. Þátturinn fjallar raunar um för hans til Íslands þar sem hann kynnist íslenska hestinum, heimahögum hans og uppruna auk menningarinnar í kringum hestamennskuna.

 

 

 

Sömu tækifæri í Frakklandi

Þáttagerðin er hluti af umfangsmiklu kynningarátaki sem Ólafur og Ingibjörg standa að um þessar mundir í Frakklandi. Auk þáttargerðarinnar hefur verið fjallað um hestinn í einu útbreiddasta fagtímariti um hestamennsku í Frakklandi og er frekari umfjöllun væntanleg síðar í haust á þeim vettvangi. „Markmið okkar er einfaldlega að kynna þennan frábæra hest fyrir Frökkum sem eru mikil hestaþjóð. Það er ekki vanþörf á því einungis er um 4.400 íslenskir hestar eru í landinu á meðan þeir eru um 75.000 í Þýskalandi. Hestamennska er álíka vinsæl í báðum löndum en heildarfjöldi hesta beggja megin landamæranna er svipaður. Við vitum að Þjóðverjar hafa verið aðdáendur íslenska hestsins lengi og eru ástæðurnar fyrir því ekki síst menningartengsl þeirra við Ísland,“ segir Ólafur. „Okkar hugur með átakinu stendur því til að efla tengslin við Frakkana og fjölga aðdáendum þessa glæsilega hests sem íslenski hesturinn er þar í landi.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is