Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2013 01:25

Góðar venjur rútínuvæddar

Hvernig er hægt að tileinka sér góðar venjur og venja sig um leið af þeim slæmu? Þessar spurningar eru lykilinntak Key Habits, nýlegs þjálfunarnámskeiðs sem hleypt hefur verið af stokkunum. Key Habits er hugarfóstur frumkvöðulsins Brynjars Karls Sigurðssonar og samstafsmanna hans, en segja má að þjálfunaráætlunin sé afleggjari af Sideline Sports, þjálfunarkerfi sem Brynjar og félagar hafa þróað og haldið utan um á liðnum árum. Sideline Sports hefur notið gríðarlegra vinsælda hjá mörgum þjálfurum liða í helstu keppnisdeildum heimsins, á borð við NBA, NFL og ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, svo einhver dæmi séu nefnd.

Brynjar Karl er mörgum Skagamönnum að góðu kunnur en hann lék og þjálfaði körfubolta hjá ÍA á árunum 1994-2000. Þá stofnaði hann körfuboltaakademíu FSu á Selfossi árið 2006 og þjálfaði lið akademíunnar með góðum árangri í nokkur ár. Brynjar var á ferðinni á Akranesi á fimmtudaginn í síðustu viku þar sem hann hélt fyrirlestur af miklum eldmóði um Key Habits og hugmyndafræðina sem býr að baki framtakinu frammi fyrir 40 fulltrúum fyrirtækja, stofnana, bæjaryfirvalda og félagasamtaka í bænum. Fyrirlesturinn var í boði ÍA sem vildi með honum hvetja þátttakendur til að leggja áherslu velferð og heilsu starfsmanna sinna. Blaðamaður Skessuhorns fræddist meira um málið og ræddi við Brynjar um þessa athyglisverðu nýjung.

 

Markmiðið að verða óþarfir

„Sú þekking sem myndaðist við þróun Sideline Sports er í raun grunnurinn að Key Habits,“ segir Brynjar Karl við upphaf spjalls um Key Habits. „Í grunninn er sama hugsunin á bakvið bæði, það að þjálfa fólk í að komast frá stað A til staðar B, einfaldlega að ná settum markmiðum, hver sem þau eru. Þannig erum við að þjálfa fólk í að hámarka afköst sín í vinnu og í lífinu almennt. Munurinn er kannski sá að Sideline Sports er hugsað til að hámarka árangur keppnisliðs í íþróttum, hvort sem það er körfuboltalið, fótboltalið eða ruðningslið, meðan Key Habits miðar að því hámarka árangur einstaklingsins í mataræði, hreyfingu og almennri markmiðssetningu í lífinu. Aðferð okkar heitir öðru nafni fjarþjálfun en með tilkomu Sideline Sports á sínum tíma gerðumst við brautryðjendur á því sviði.“

 

Sjá viðtal við frumkvöðulinn Brynjar Karl Sigurðsson um Key Habits í Skessuhorni sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is