Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2013 02:25

Hefur alltaf liðið vel í Stykkishólmi

Hjálmfríður Hjálmarsdóttir í Stykkishólmi verður 100 ára laugardaginn 14. september næstkomandi. Í tilefni af þessum merku tímamótum kíkti blaðamaður Skessuhorns í heimsókn til hennar á Dvalarheimilið í Stykkishólmi og ræddi stuttlega við Hjálmfríði. Hún er fædd og uppalin í Grænhóli á Barðaströnd. Foreldrar hennar hétu Hjálmar Guðmundsson og Guðrún Sigríður Jónsdóttir. „Ég er fædd á Grænhól og uppalin, skírð og fermd í Hagakirkju. Mest alla ævina hef ég þó búið í Stykkishólmi.“ Aðspurð hvort jörðin hafi verið stór svarar Hjálmfríður að Grænhóll hafi verið kot eins og tíðkaðist að kalla smábýli á þeim tíma. „Þetta voru mörg kotin þá og hver fjölskylda átti eina kú og einhverjar kindur. Hver fjölskylda þurfti að eiga kú sem hægt væri að mjólka fyrir börnin.“

Hjálmfríður segir föður sinn hafa verið mjög trúaðan og að hann hafi innleitt hjá henni að vera heiðarleg og vönduð í öllu sem hún tæki sér fyrir hendur. „Amma mín hugsaði líka mikið um mig og kenndi mér alla góða siði,“ segir Hjálmfríður og bætir við: „Mín uppvaxtarár voru ákaflega ljúf og skemmtileg. Við börnin lékum okkur í fjörunni að skeljum og steinum og mér leið alltaf ljómandi vel.“

 

Sjá viðtal við Hjálmfríði Hjálmarsdóttur í Stykkishólmi sem fagnar aldarafmæli sínu á laugardaginn í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is