Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2013 10:01

Kynnast kostum iðnnáms betur í Iðn-vali

Gagnger kynning á hinum ýmsu iðngreinum fer fram í valáfanganum Iðn-vali í Grunnskólanum í Borgarnesi sem fram fer nú á haustönn skólans. Alls taka 18 nemendur í 9. og 10. bekk grunnskólans þátt í áfanganum sem stjórnað er af Önnu Dóru Ágústsdóttur smíðakennara. Að sögn Önnu Dóru er ýmislegt gert og prófað í Iðn-vali en meginmarkmið áfangans er að krakkarnir fái að kynnast fjölbreyttum vettvangi iðngreina, sem til dæmis skipa stóran sess í atvinnulífi á svæðinu. Endurvinnsla og endurnýting skipar einnig ríkan sess í áfanganum.

„Markmið með áfanganum er að krakkarnir kynnist fjölbreyttum kostum iðnnáms. Við erum til dæmis núna að vinna við að laga gömul húsgögn sem okkur hefur verið gefið og þurfa á viðhaldi að halda. Krakkarnir læra um leið hvað hægt er að gera með litlum tilkostnaði í krafti þekkingar á handbragði. Þau pússa, mála, búa til nýja íhluti, ef þá vantar í húsgögnin, og klæða jafnvel stólana í nýtt áklæði,“ segir Anna Dóra sem auglýsti eftir efni og gömlum húsgögnum í smáauglýsingum Skessuhorns í síðustu viku. „Viðbrögðin létu ekki á sér standa og höfum við fengið átta stóla og tvö borð svo dæmi sé tekið.“

 

Sjá nánar í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is