Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2013 06:01

„Alltaf getum við bændurnir kvartað yfir einhverju“

Þeir eru margir sem tengjast sveitum landsins og trúlega hefur ýmsum orðið til að hugsa út í það hvernig lífið í sveitinni gangi fyrir sig nú á haustdögum, eftir eitt mesta óþurrasumarið núna í seinni tíð. Blaðamaður Skessuhorns átti leið í gegnum gamla Kolbeinsstaðahrepp á dögunum og kom þá við í Mýrdal, en þar búa ung hjón, Gísli Þórðarson og Áslaug Guðbrandsdóttir. Það var reyndar bara Gísli sem var heima við þann daginn, Áslaug var að störfum í Laugargerðisskóla, þar sem hún vinnur í leikskólanum og sem skólaliði í grunnskóladeildinni. Tvö yngstu börnin af fjórum, Guðbrandur Tumi og Jóna María eru við nám í skólanum. Gísli var við smíðar úti í fjárhúsunum þegar blaðamann bar að garði og einmitt á þeirri stundu að spjalla í símanum við nágranna sinn Hauk í Hrauntúni, þar sem þeir voru að bollaleggja hvenær hugsanlega væri hægt að ná hánni. Þá var búið að rigna mikið í marga daga, en reyndar spáð þurru næstu dagana.

„Það má þó líklega segja um liðið sumar að þetta hafi ekkert verið ósvipað venjulegum sumrum hjá okkur hérna á þessu svæði. Oft hefur verið rigningarsamt hjá okkur, en nokkur síðustu sumur hafa reyndar verið mjög þurr. Bændur hafa síðustu ár borið sig illa yfir þurrkunum. Svo núna bera þeir sig illa yfir óþurrkatíð. Alltaf getum við bændurnir kvartað yfir einhverju,“ segir Gísli og hlær.

 

Sjá viðtal við Gísla Þórðarson bónda í Mýrdal í gamla Kolbeinsstaðahreppi í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út á miðvikudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is